Trójumenn-Rómverjar-Júdah
William R. Finck Jr. 2007
Í Biblíunni, í fyrstu Konungabók 4:31, er viska og speki Salómons sögð meiri en margra annara manna:" Og hann var allra manna vitrastur, vitrari en Etan Esrahíti og Heman og Kalkól og Darda Mahólssynir, og hann var nafnfrægur með öllum þjóðum umhverfis." En eini staðurinn annar í Biblíunni þar sem þessi stórmenni er að finna er fyrsta Króníkubók. 2:6, þar sem við lærum að að Eðan, Heman,Kalkol,Darda, og Simri voru allir synir Sera, sonar Júda.
Í fyrstu Mósebók 46:12 lærum við að þegar Jakob fór til Egyptalands, hafi Sera farið einnig, en engir synir með honum. Þó að hann hafi eflaust flutt konu,eða konur sínar með sér(46:26), og Fares flutti tvo syni sína með sér, fór Sera til Egyptalands án afkomenda. Löngu síðar, í brottförinni frá Egyptalandi, sjáum við að afkomendur Sera voru með Ísraelsmönnum(Num. 26:20). Á meðan manntals skrárnar í eyðimörkinni, nefna ættkvíslir sona Fares(Num. 26:21), eru synir Sera, sem hljóta að hafa verið merkismenn, ekki nefndir fyrir sig.
Er það aðeins tilviljun að þessi nöfn sona Sera, sem koma hvergi annars staðar fyrir í Biblíunni, koma fyrir í sögum Grikkja? Þessir menn sem Salómon var borið saman við hljóta að hafa verið merkismenn, og hvers vegna ættum við ekki sem ekki finnum þá í Hebreskum ritum, að leita til skrifaðra heimilda "þjóðana í kring" um dáðir þessara manna? Auðvitað ættum við að gera það, þar sem okkar er svo oft sagt annarstaðar að afkvæmi Abrahams myndu verða að mörgum þjóðum. Hvar er staðfesting loforðsins, og grundvöllur Kristinnar trúar, ef við finnum hana ekki í sögunni.
Í Grískum bókmenntum, er Dardanos sagður landnámsmaður í norðvestur Anatólíu þar sem var síðar kallað Trója. Höfuðborgin var þekkt undir tvemur nöfnum, Ilios(eða Ilium) eftir Ilos, og Trója eftir Tros, báðir sagðir afkomendur Dardanosar (cf. Strabo, Landafræði, 13.1.25). Hómer lýsir örugt ættartölu frá Dardanos til Ilos og Tros og nokkrar kynslóðir áfram til Príamosar, konungs Tróju þegar borgin var eydd af Grikkjum. Stærri hverfi umhverfis Tróju urður þekkt undir nafninu Tróad, og Grikkir héldu því fram að veggir borgarinnar hefðu verið reystir af sjávarguðinum Póseidoni(Diódórus Sikulus, Library of History, 4.42. 1-3).
- Read more about Trójumenn-Rómverjar-Júdah
- Log in to post comments