Skýþverskir forfeður okkar

by Colonel J.C. Gawler

Innan við hálfa öld eftir að Ætt Ísraels fór í útlegð, var fyrst minnst á Skýþverja í sögulegum heimildum. Þessi skjöl, sem eru frá tíma Essarhaddons Assyríukonungs(681-669 fyrir Krist), voru endurheimt frá skjalasafni Nínevehborgar og eru nú staðsett í British Museum. Þau sýna að Skýþverjar voru þá staðsettir meðal Meda þar sem Biblían segir okkar af sumir af Ísraelítum höfðu verið settir í útlegð( 2 Kings 18:11). Sömu gögn sanna einnig að ný þjóð að nafni Gimiri var einnig staðsett á sama svæði á þessum tíma.

Nema að við eigum að ætlast til þess að þrjár ólíkar þjóðir hafi skyndilega komið inn á þetta svæði á fimmtíu árum, getum við sagt með vissu að allir þrjár voru sama fólkið undir mismunandi nöfnum. Í tungumáli Assýra kölluðust Skýþverjar Izkuza, en það hefur engin útskýring á að nafnið byrji á I nema að þetta nafn hafi verð komið af Isaaca. Ísraelítar gætu vel hafa kallað sig Isaaxa, eða ætt Ísaks, Amos gerði svo nokkrum árum fyrr(Amos 7:16). Það ætti að vera ljóst að í Hebresku fellur hreimurinn ekki á síðasta atkvæði, svo að Isaac var ekki borið fram eins og í Ensku. Þar af leiðandi, gæti I auðveldlega glatast að öllu leyti til að mynda Gríska nafnið Skuthae. Heródótos(VI,64) segir að Persar kölluðu alla Skúþverja Sacae og á hverri Persneskri áletrun(þær voru alltaf á þremur tungumálum) sem mynnist á Sacae(Saka), nefnilega á Behistun fjalli, önnur á gylltum diski, og þriðja á gröf Daríusar, er nafnið alltaf þýtt sem Gimri í Babylónskri útgáfu. Þar sem það er vel þekkt að Assyringar kölluðu Ísrael Khumri, gæti þetta vel verið rót nafnsins Gimiri. Það er því ekki óraunhæft að trúa því að Izkuzi og Gimiri væru því, Ísraelitar í útlegð.

Bænir til Sólarguðsins

Skjöl sem mynnast fyrst á Skýþverja tilheyra röðum af fleygrúnatöflum sem flokkast sem stjórnmála-trúarlegur texti. Þær eru fyrirspurnir gerðar af Essarhaddon af Shamash, Sólguðsins, gegnum presta sína, um för hermanna, þeirra sem voru sendir til Medíulands að safna skatti. Frá þessum fyrirspurnum lærum við að það fólk sem þeir áttu í höggi við voru ekki aðeins innfæddir Medar heldur einnig Gimmiri og Izkuzi eða Skýþverjar. Í einni af þessum fyrirspurnum spyr Essarhaddon konungur, " Hvað varðar Partatua, konung Izkuza sem hefur þegar sent sendiherra sinn til Essarhaddons Assyríukonungs, um prinsesu spyr Ég þig Shamash mikli herra,gefi Partatua konung Izkuza að konu, hvort Partatua muni fylgast með og halda eiðum sínum við Esarhaddon Assyríukonung? „(þýtt úrPolitische-religiose texte, p.30, eftirEGKlaube). Eins og við munum sjá. er grunnur til að ætla þess ekki aðeins að brúðkaupið hafi átt sér stað, en einnig að hernaðarbandalag milli Assyrínga og Skýþverja hafi verið samið, því að Heródótos segir að eitt skipti hafi Skýþverskur her undir stjórn Madyes son Protothyes,(Partatua) komið til hjálpar Níneveh borgar. "Bardagi var háður" segir hann "þar sem Medar voru sigraðir" og misstu veldi sitt í Asíu, sem Skýþverjar tóku nú yfir(1,103,104). Medar og norðlægir nágrannar þeirra, Mannai þjóðin, sem dvöldu í kringum Urmia vatn, voru frægir fyrir hestamennsku sína. Skýþverjar lærðu augljóslega þessa list af þeim, og í framhaldi af bandalagi sínu við Assyrínga, var frjálst að ríða út um víðan völl. Meðal annars, segir Heródótos að í 28 ár " höguðu þeir sér eins og ræningjar, ríðandi norður og suður eftir landinu og gripu eignir fólks". Að lokum bauð Cyaxares og Medar stórum hópi þeirra til veislu þar sem þeir urðu fullir og voru þá myrtir, þannig náðu Medar aftur fyrri völdum og yffiráðum.

Ziwiye Fjarsjóðurinn

Afleiðing af andúðinni milli Skýþverja og Meda leyddi til að þessar tvær þjóðir hneigðust til að skiljast að og búa á tvemur ólíkum svæðum. Þetta hefur verið staðfest af uppgötvun í norður Íran af því sem virðist vera augljóslega vígi Skýþverja á tindi hæðar á landsvæði Mannai nálægt þorpinu Ziwiye. 25 mílum vestur af Sakkiz. Athygli var fyrst vakinn að staðnum þegar bændur fundu stórkostlega fjarsjóði, sem samanstóð af mörgum gullstykkjum og silfur listaverkum sem bændurnir því miður skáru niður og deildu með hvor öðrum. Fjarsjóðurinn fannst upp á hæð sem var umkringd risavöxnum stein virkisgarði, á lægri hluta hæðarinnar á suðaustur brekkuni fundust menjar af vistarverum. Mikilvægt er, eins og R. Ghirshman bendir á, að. "Safnið fellur niður í fjóra mjög einstaka hópa: fyrsti er augljóslega Assýrskur í innblæstri og í framkvæmd, númer tvö er í hefðbundum Skýþverskum stýl, og sá þriðji sýnir blöndu af Assýrskum og Skýþverskum áhrifum, en var líklegast framkvæmt af Assýrskum listamönnum, og fjórði hópurinn samanstóð af vörum frá verksmiðjum heimamanna"(Iran,pp. 106,107).

Þessi blanda af Assýrskri og Skýþverskri list getur vel endurspeglað brúðkaup Assýrskrar prinsessu og Partatua Skýþakonungs. Þar sem þetta dýrmæta safn er sagt að hafa innihaldið bronskistu af tegund sem var notuð á síðustu árum 7 aldar fyrir Krist, má vel vera að þetta hafi verið einkafjarsóður Partatua konungs og erfingja hans.

Dreifing Skýþa

Strabó talandi um yfirburði Skýþa í Asíu, ritaði að Sacae höfðu yffiráð yfir Baktríana landi, og að þeir tóku yfir besta landshlutann í Armeníu sem þeir skyldi eftir sig með nafninu Sacasene,(XI,vili, 4). Örlög þeirra sem fóru til Baktríana og annara staða austur af Kaspíahafi, hefur verið gert ljóst að enginn verulegur hluti þeirra hafi nokkurn tímann farið til Bretlands. Nú verður fjallað um landnámið í Sacasene, besta land Armeníu, sem hét áður Urartu. Landið liggur norður af Araxesá sem flæðir inn í Kaspíahaf suður af Káukasus. Rússneskir fornleifafræðingar, sem rannsökuðu rústir forna vígisins í Karmir Blur á þessu svæði, hafa sýnt að Skýþar hafi ráðist á og eytt vígið árið 625 fyrir Krist. Þrír beittir örvaroddar, í hefðbundum Skýþverskum stýl, fundust fastir við múra vígisins, ásamt hestabúnaði og öðrum hlutum, sýnir að Skýþarnir voru árásaraðilarnir, en brons skálar sem fundust á sama stað sýna tímasetninguna. Það fundust 97 slíkar skálar, og voru á þær allar skráðar nafn konungs Urartu manna sem hafði ríkt þegar skálarnar voru færðar herliði vígisins. Áttatíu og þrjár af þeim voru skráðar með nafni Sardurs III en valdatíð hans tók enda árið 620 F.K, hinar voru skráðar með nöfnum fyrri konunga.

Þjóðflutningar til Evrópu

Eftir fall Níneveh 612 F.K og í kjölfar hruns Assýrska heimsveldisins 609 F.K, voru Skýþar sviptir öflugasta bandamanni sínum og þar af leiðandi urðu undir þrýstingi af Medum. Eins og við höfum séð, segir Heródótos að á valdatíma Cyaxares hafi metar endurheimta yffiráð sín yfir þeim.

Þar af leiðandi, hefðu allir Skýþar vestur af Kaspíahafi fundið sig neydda til að hörfa norður á bóginn til suður-Rússlands gegnum Dariel skarð í Káukasus fjöllum. Augljóslega hafa þessir þjóðflutningar byrjað kringum 600 F.K, og þetta stemmir þeirri staðreynd að elstu grafreitir Skýþa í Rússlandi hafa verið tímasettir til ársins 580 F.K. Það skal tekið fram að fornleifafræðingarnir sammæltust um þessa tímasetningu aðeins á grundvelli Grískra hluta sem fundust í gröfunum, og án tilvísunar til astandsins sem var lýst að ofan.

Sannanir í grafreitunum

Miðað við dreifingu þessara grafreita myndi líta út fyrir að Skýþar hafi ekki flust kringum eystri enda Azovhafs, heldur hafi þeir flust beint vestur meðfram fjallsrótum Kákasus fjalla til Taman skagans, þaðan sem þeir fóru yfir Kerch sund yfir til Krímeaskagans. Það var hér sem þeir hrökktu Kimmerum norður af Svartahafi af löndum sínum, því að Kerch sund og Krímea voru eitt sinn kölluð Kimmerska Bosforus og hluti svæðisins kallaðist Kimmería eins og Heródótos minnist á (IV, 12,13). Kimmerskur grafreitur í Krímea við Temir Gora, frá sirka 650-600 F.K, staðfestir þetta. Löng röð grafreita, og einnig vitnisburður Grískra sagnfræðinga, staðfesta að Skýþar námu land í þessum landsvæðum í margar aldar. Aðrir áræðnari hópar, héldi inn í Rússland á fyrri tímum, eins og konunglegir fjarsjóðir sem fundust árið 1763 í Litoy haugi bera vitni. Grafreiturinn er frá fyrri hluta sjöttu aldar, og er nær jafngamall elstu grafreitum norður af Kákasus. Ekki löngu fyrir lok aldarinnar, höfðu aðrir hópar Skýþverja farið alla leið að Karpatafjöllum, við vitum þetta því að Darius Persakonungur mætti Skýþum í herför þegar hann fór yfir Dóná til Þrakíu(núverandi Búlgaría).

Menningarleg sambönd

Skýþversk list: Hjörtur

Elstu grafreitir í Rússlandi, eins og sá sem fannst í Kelermes á norðaustur hlíð Kákasus fjalla, og í Litoy haugurinn, innihéldu vopn og aðrar gersemar skreyttar með gulli sem sýna náin tengls, ekki aðeins við elstu list Skýþa í Ziwiye, heldur einnig við Assýrska, Medíska og Úrartíska list. Tildæmis, voru í báðum þessum gröfum stuttsverð með gylltum slíðrum með dýramynstrum. Þessi stýll er nákvæmlega eins og var meðal Meda, eins og sést á höggyndalist fundin í Persepolis í Persíu (R. Ghirshman, Iran,p.197), þó líkist þessi frábæra list með dýramunstri á sverðslíðrunum þeirri Assyrsku. Handfangið á Kelermes sverðinu sýnir munstur hins heilaga tré lífsins sem er af Urartiskum uppruna. Á hinn bóginn er dýramunstrið á handfangi axar frá sama fornleifafundi í hefðbundnum Skýþverskum stíl.

Litaðar myndir af þessum og mörgum öðrum fallegum gripum have verið birtar í ,,Fjarsjóðir frá Skýþverskum grafreitum,, eftir M.I Artamov, fyrrum framkvæmdastjóra Hermitahe museum í Leningrad, sem skrifar " Í dýramyndastýlnum sem einkennir Skýþverska list, eru fígúrur af dýrum í elstu dæmum af Mið-Austurlenskum uppruna. Samsetningin við tré lífsins, sem sést á gullskreytingum sverðanna frá Kelermes og Melgunov fundunum, eru í engu ólíkar Assýrskri og Úrartískri list,(p.27). Allt þetta sýnir að Skýþar suður Rússlands hljóta að hafa komið suður frá Káukasus fjöllum en ekki yfir Volgu frá mið Asíu, eins og sagnfræðingar héldu áður.

Trú og hefðir

Sumir siðir Skýþa gætu vel verið ættaðir frá forfeðrum þeirra Ísraelíta. Við vitum tildæmis að samkvæmt lögmáli Móses eru svín óhrein, Heródótos segir okkur að Skýþverjar "fórna aldrei svínum, og rækta ekki einu sinni svín neins staðar í landinu"(IV, 63). Hósea fordæmdi Ísraelíta fyrir að nota að nota prik til að spá fyrir sér(4:12), og Heródótos segir: "Það eru margir spámenn í Skýþíu, og þeir nota stafi úr víði sem leggja niður á jörðina. Þeir koma með stórar kippur af þeim sem þeir leggja á jörðinna; þá leysa þeir böndin af þeim, og leggja hvern staf fyrir sig, og spá"(IV,67). Í Oxtis fjarsjóðnum eru nokkrir gull veggskildir sem sýna spámenn, með stafaknippi þeirra, og það er talið að Skýþarnir saumuðu þá við klæði sín sem lukkugripi. Þótt Heródótos segir að Skýþar hafi lagt mikla áherslu á þjóðarhefðir sínar, segir hann sögu sem sýnir veikleika Ísraelíta fyrir heiðnum trúarbrögðum. Hann segir að Skýþverji einn, Anakarsis, á ferðalagi til Grikklands, hitti fólk sem var að heiðra móður guðanna, og þegar hann hafi komið heim, hafi hann gefið gyðjunni fórnir, og fyrir það var hann dæmdur til dauða. Hann minnist einnig á mann að nafni Skýlas, sem hafði þá venju að klæðast Grískum fötum, og tók þátt í Grískum trúarhelgihaldi(IV, 76-78). Jafnvel á þeim tíma, höfðu giftingar milli Grikkja og annara útlendinga byrjað, því Heródótos segir að Ariapithes konungur Skýþa hafi gifst, fyrir utan hina innfæddu Opoeu, Grískri konu og Þrakverskri einnig(IV,76-80). Það voru fjölmargar Grískar nýlendur á strönd Svartahafs, og voru mikil viðskipti milli Grikkja og Skýþa, það er lítill vafi að blöndun milli þeirra hafi átt sér stað á þessu svæði.

Skýþar skiptast í tvennt

Í fyrstu höfðu Skýþar yfirburði yfir gervöllu graslendinu milli Karpatafjalla og Asovhafs, og yffiráðasvæði þeirra samkvæmt Heródótosi, náði í svipaða fjarlægð inn að landi(IV, 101). Þetta stemmir við þa staðreynd að grafreitir þeirra hafa fundist á báðum bökkum Dnieperár og einnig norður við Kíev. Á fjórðu öld, byrjuðu Sarmatar að flytjast vestur frá Don og komu að Dnieper sem var samkvæmt Heródótos hin hefðbundni grafreitur Skýþverskra konunga. Það er athyglisvert að hafa í huga að engar grafir í þessu miðsvæði hafa verið tímasettar eftir miðja fjórðu öld, síðari kuml eru að finna suður milli lægri Dnieper og Krímea. Oft er yfirséð, að umtalsverður fjöldi konunglegra Skýþverskra grafa frá fjórðu öld og síðar hafa fundist suður af Kíev og Prípet mýrum á svæði sem nær frá Dnieperr og alla leið að Dniester. Einn af fyrstum til að meta mikilvægi þessarar staðreyndar var M.I Rostovtsev sem skrifaði: "Okkur er gert ljóst að á fjórðu og þriðju öld hafi Skýþar reynt af öllum mætti að gera sig af yfirstétt í nyrðri héröðum veldi síns, og reyndu að færa vald sitt eins langt norður og hægt var. Því verður ekki neitað að þessi útbreiðsla Skýþa, sem hingað til var ekki gefið gaum, sé mikilvæg söguleg staðreynd" Íranir og Grikkir í suður Rússlandi,(1922, p.98).

Þegar Sarmatar fluttu sig frá Dnieper til Karpatafjalla á síðustu tveim öldum fyrir Krists burð, og loks inní Ungverjaland, hafi Skýþar aðgreinst í tvo flokka einn í norðri og einn í suðri. Hinn fyrri, sem var að mestu aðskildur frá menningarheimi Grikkja og Rómar, fékk litla athygli frá klassískum sagnfræðingum, en hinn seinni hópur fékk hana hinsvegar. Það er vel þekkt að syðri Skýþar hafi á endanum verið hraktir til tveggja svæða, á eyjum í óshólmum Dónár, og í Krímeaskaganum(Rostovtsev,op cit., p. 117; Cambridge Ancient History, Vol.IX p. 228). Þegar þessum var svo útrýmt af Gotum á þriðju öld eftir Krist, var talið að Skýþar sem þjóð hefðu þurrkast út, en þetta var aðeins rétt um suður Skýþa sem höfðu blandað blóði í miklu mæli.

Norður Skýþar

Vitnisburður bæði sagnfræðilegur og frá fornleifafræðinni, sýnir að norður Skýþar hafi lengi haldið þjóðarvitund sinni lifandi. Strabó lýsir mörgum landsvæðum Asíu og Evrópu stuttu fyrir fæðingu Krists, hann ritar: "Norður af hafinu búa Skýþverskir hirðingjar og dvelja þeir í vögnum, og suður af þeim búa Sarmatar"(XI, 11, 1). Þannig er greinilegt að á þessum tíma hafi Skýþar dvalið norður af Sarmötum alla leið að "hafinu". Þar getur átt við annaðhvort Eystrasalt eða norðursjó. Pliníus eldir í riti sínu Náttúruleg saga(IV, xiii) skrifað stuttu eftir daga Krists, minnist á eyjar í "Norður hafinu" af ströndum Skýþíu. Ein kallaðist Baunonia, líklega Bornholm, sem var sögð liggja " út af Skýþíu einnar dags fjarlægð frá sjávarströndinni, á ströndinni þar sem raf flæðir upp á stendurnar á vorin". Hann minnist einnig á frásögn að í þriggja daga siglingu frá strönd Skýþíu er gríðarstór eyja sem getur vel verið lýsing á Skandinavíu. Þetta er sönnun þess að norður Skýþar hafi flust alla leið til Eystrasalts.

Nafnabreyting

Í lýsingu sinni á Mið-Evrópu, frá Dóná að Eystrasalti, segir Plinius að "Nafn Skýþa er allstaðar breytt yfir í Sarmata eða Germani. Gamla heitið hefur ekki haldið velli nema meðal afskekktra hluta þessarar þjóðar sem lifa næstum óvitað frá öðrum mönnum"(Náttúruleg saga, IV, xii). Með afskekktum hlutum, á hann eflaust við þá á norður strönd Evrópu eins og var áður minnst á. Því miður, er hin sanni skilningur af þessari mikilvægu yfirlýsingu skyggt á algjörlega í útgáfu Loeb af Pliniusi af misþýðingu sem les: "Nafn Skýþa hefur breiðst út í öllum áttum alla leið til Sarmatae og Germana." Ástæðan fyrir þessari nafnbreytingu var vegna þess að landið norður af Svartahafi hafði lengi verið kallað Skýþía, en á síðustu öldum fyrir Krist, var landið numið að mestu af Sarmötum. Til þess að greina á milli Sarmatískra íbúa og hina sönnu Skýþa, slepptu Rómverjar nafninu Skýþar og settu í staðinn Sarmatae og Germani!. Hins vegar, fannst Plinius það óþarft að gefa ástæðuna af því að það var þá vel vitað. Strabó á aðra hönd, sem Grískur rithöfundur, fannst að útskýring væri þörf, en hann ruglaði Skýþum saman við Kelta. Hann sagði: "Það var af þessari ástæðu að Rómverjar gáfu þeim nafnið Germani, því þeir vildu benda á að þeir væru hinir "upprunalegu" Galatae, því að í tungumáli Rómverja þýðir "germani" "ósviknir eða upprunalegir"(VII, 1,2). Hann hefði átt að segja að Germani væru hinir upprunalegu Skýþar ekki Galatar.

Fornleifafræðileg sönnun

Fyrir 100 F.K, hafði landið sem liggur að sunnanverðu Eystrasalti- núverandi Pólland og Austur Þýskaland- verið frekar strjálbýlt, en frá 100 F.K, en eftir 100 F.K aukast grafreitir að tölu með tilkomu nýrra Grafarhelgisiða. Fyrrum höfðu lík hinna dauðu ávallt verið brennd, og var askan þá grafinn í duftkeri, en grafarfórnir fylgdu sjaldan jarðsetningu. Síðari greftrun, það er greftrun án líkbrennslu, var kynnt, og aukin tala grafreita báru mest metnu eigur hins látna. Þar að auki, fundust fleiri grafir höfðingja eða prinsa, þetta eru viðargrafir þar sem líkið var grafið ásamt silfur og gull skarti.

Viðargrafir

Þar sem Skýþar gráfu vanalega hina látnu án líkbrennslu, oft í viðargröfum, og voru þekktir fyrir magn og virði vopna og skarts sem látið var í þær, geta þessir nýju grafsiðir vel bent á komu þeirra til þessara landa. Hins vegar, vegna landslags norður Evrópu sem var ekki hentugt fyrir ræktun hesta eins og Rússneska steppan, finnast ekki lengur hestabúnaður eða beinagrindur hesta í gröfunum. Vegna þessa og annara smávægis menningarlegra breytinga, hafa höfðingjagrafir Norður Evrópu ekki verið viðurkenndar af fornleifafræðingum sem Skýþverskar, jafnvel þó Strabó og Plinius hafi ritað að Skýþar hafi byggt þessi lönd.Mikilvæg staðreynd, sem vakti athygli meðal Pólskra,Norrænna og Þýskra fræðimanna, er að höfðingjagrafirnar í suður Póllandi eru að minnsta kosti hundrað árum eldri en elstu grafir í Eystrasalti, sem sýna þjóðflutninga frá suðri til norðurs. Önnur mikilvæg staðreynd er að þessar grafir liggja allar vestur af Vislu, svæðið austur af fljótinu var lokað af innflutningi fólks frá suður Rússlandi af Pripet mýrum. Á fyrstu öldum eftir Krist, breiðast þessir greftrunarhættir norður til Dönsku eyjanna og Jótlandskaga.Tasítus og Ptólemí nefna svæði Saxelfur, og botn Jótlandskaga sem land byggt af Englum og Söxum áður en þeir komu til Bretlands. Samkvæmt hugtökum Rómverja, var þetta Germanía en það er áhugavert að segja frá því að Breski sagnfræðingurinn Nennius, í frásögn sinni af komu Heingests og Horsa til Thanet, segir að " sendiboðar voru sendir til Skýþíu, til að sækja liðsauka. Samhengið sýnir að þessir komu frá norður Þýskalandi, svo það er augljóst að hið forna nafn upprunalegu Skýþverja hafi lifað af lengi í Norður Evrópu.Því er hægt að rekja uppruna Engilsaxnesku forfeðra okkar, ekki aðeins til Norður Evrópu, heldur til Suður Rússlands of loks til Medíu þar sem Ísraelítar voru settir í útlegð.